Viðburðir

Það er aldrei of seint að byrja að stunda yoga.
Komdu í frían prufutíma hjá okkur.


Það fallega við yoga er allir eru jafnir engin keppni hver fer á sínum hraða.

Yoga hentar öllum aldri
og hvaða líkamsgetu hver og einn treystir sér til.

Fagfólk leiðbeinir þér og pasar ávallt uppá öruggi kunna sinna.




Allir geta stundað yoga alveg óháð aldri og líkamsgetu hvers og eins.

Markmið Yogavitundar: 
Lagður er mikill metnaður, heiðarleiki og hamingja. 

Starfsfólk Yogavitundar: 
leggja sig fram við að veita framúrskarandi þjónustu, sýna nærgætni og gæta að öryggi iðkenda. Lögð er sérstök áhersla á að skapa notalega stemmningu sem einkennist af gleði og sveigjanleika. Hugað er að hverjum og einum af öryggi og fagmennsku í hverjum tíma. Við leggjum okkur fram við að veita faglega þjónustu og kennslu þar sem metnaður er í fyrirrúmi. 

Heiðarleiki: 
Það er okkur mikilvægur að koma heiðarlega fram og mynda fallega heild þar sem nærgætni eru höfð að leiðarljósi. 

Hamingja: 
Við hjá Yogavitund hlökkum til hvers hvers dags og þeirra áskorana sem honum fylgja. Við hlúum að okkar iðkendum til þess að þeir upplifi hamingju, fái nákvæma handleiðslu og þjálfun sem hentar hverjum og einum og að þú komist í þitt besta líkamlega form.
Starfsfólk Yogavitundar styður heilbrigðan lífstíl og eftirfylgni svo að iðkendur nái sem bestum árangri og upplifi hvatningu. 

Öryggi iðkenda er í fyrirrúmi, það er okkar hjartans mál að sýna öllum umhyggju og stuðla að jafnrétti allra. 

Fróðleikur:
Græni liturinn er litur Yogavitundar, Liturinnn einkennir þá orku sem kallast hjartastöðin okkar. Hjartatöðin er fjórða orkustöðin og nefnist öðru nafni Anahata Chakra. Hjartastöðin okkar er staðsett í miðri bringunni, þvert í gegn þar sem bringubeinið er staðsett.
Leit