Stólayoga

Stólayoga hentar öllum aldri, en er sérlega góð leið fyrir eldra fólk, sem og fólk sem er að fara varlega af stað eftir meiðsli til að komast af stað í að rækta líkama og sál.

Allir eru velkomnir, bæði algjörir byrjendur og lengra komnir.

Námskeiðið inniheldur nærandi jógatíma á stólum eða standandi á dýnu á gólfi, þar sem gerðar eru rólegar jógaæfingar eftir getu hvers og eins. Áhersla er lögð á öndun, teygjur, styrk, liðleika, hugleiðslu og slökun.

Öndunaræfingar hjálpa okkur að dýpka andardráttinn og kyrra hugann. Jógaæfingarnar draga úr stirðleika líkamans, auka teygjanleika og mýkt, auk þess að losa um bandvef. Hugleiðslan hjálpar við að hægja á áreitinu í daglegu lífi og við náum að njóta hvers andartaks betur í tímanum.
Við iðkum léttar jógaæfingar bæði á stól og standandi á dýnu við stólinn, sem veitir okkur stuðning og öryggi. Við aukum teygjanleika og mýkt, bætum jafnvægið og stöðugleika okkar.

Í lok hvers tíma er góð slökun sem gefur góða hvíld og nærir huga okkar, hjarta og líkama. 

Á þessu námskeiði öðlastu, betra jafnvægi, aukinn styrk, einbeitingu, sjálfsöryggi, öndunaræfingar sem hægt er að taka með sér út í lífið, mýkjum upp líkamann, hugaró frá erli dagsins, léttar yogastöður, teygjanleika/liðleika, slökun og losun á bandvef úr líkamanum. 

Yogakennari Anna María Sigurðardóttir.
Leit