Jóga sameinar líkama og sál

Jóga er vakning á líkama og sál. Við eigum bara þennan eina líkama.

Það fallega við jóga er að allir geta stundað það, óháð aldri, sem og líkamlegu og andlegu formi.Vertu hjartanlega velkomin til okkar, við tökum svo sannarlega vel á móti þér!

Jógavitund er staðsett í hjarta Garðabæjar og mun þar hjálpa þér að skapa hamingju, vellíðan og endurnýja orku.

Stundatafla
Við bjóðum upp á fjölbreytta tíma við allra hæfi. Kíktu á stundatöfluna okkar og finndu tíma sem hentar þér.
Tímabókanir
Tímabókanir fara fram í gegnum Sportabler, á yogavitund.is eða  í síma 556-4222.
Ef þú ert með kort og mætir í tíma stimplar þú þig einfaldlega inn með kennitölunni þinni til að staðfesta komu.
Aðgangskort
Við bjóðum þér að kaupa aðgang að öllum opnum tímum Yogavitundar. Að auki fá korthafar afslátt af námskeiðum sem við höldum á gildistíma kortsins.

Viðburðir á næstunni

Hér má sjá lista yfir þá viðburði sem eru á döfinni hjá okkur. 
Tíminn hefst Ferðalag Lýsing
20. mars
9D Breathwork                                            Skoða lýsingu
27. mars
9D Breathwork                                            Skoða lýsingu
29. mars
Innerdance                                          Skoða lýsingu
3. apríl
9D Breathwork                                            Skoða lýsingu

Námskeið á næstunni

Hér má sjá lista yfir  þau námskeið sem eru á döfinni hjá okkur. 
Námskeið hefst Námskeið Lýsing
9. janúar
Yoga fyrir byrjendur
Skoða lýsingu
9. janúar
Yoga námskeið fyrir golfara
Skoða lýsingu

Krakkajóga Skoða lýsingu

Yoga fyrir byrjendur Skoða lýsingu

Yoga fyrir táknmálsfólk / döff Skoða lýsingu

Af hverju jóga?

Jóga hefur verið stundað í aldanna rás. Með jógaiðkun styrkir þú vöðva, eykur úthald, eykur liðleika, róar hugann, bætir líkamsstöðu og dregur úr streitu. 

Jóga er ekki bara jóga heldur er það næring fyrir líkamann og sálina sem róar taugakerfið.

Jóga hefur því marga heilsufarslega kosti auk þess sem þú kynnist fullt af yndislegum jógaiðkendum. 

 Svo miklu meira en bara jógamottan! 

Það fallega við jóga er að allir geta iðkað það óháð aldri eða líkamlegu formi.
Með jógaiðkun byggir þú brú á milli líkama og huga og nærð því betra jafnvægi.
Yogavitund

Námskeið

Við bjóðum upp á fjölbreytt, hagnýt og skemmtileg námskeið fyrir alla aldurshópa.
Jóga fyrir byrjendur
Er stressið að ná tökum á þér? Er líkaminn að kvarta undan stirðleika og vöðvabólgu?
ga fyrir byrjendur er fullkomið námskeið fyrir iðkendur á öllum aldri sem vilja fara dýpra í grunnstöður jóga

Krakkajóga er nauðsynlegt 
Í nútíma samfélagi þurfa dýrmætu börnin okkar líka á slökun, styrk, einbeitingu, jafnvægi  og liðleika að halda. Krakkajóga er fullkomið fyrir börnin okkar.
Jóga fyrir 60 ára og eldri. Allir velkomnir óháð getu. Iðkendur eru á öllum stigum.
Æfingar eru gerðar eftir  getu hvers og eins.
Markmiðið er að allir njóti sín vel í notalegu umhverfi
Líkaminn þarf stöðugt viðhald, sérstaklega á þessum aldri.  Hreyfing í takt við djúpa öndun og teygjur mýkir líkamann til þess að viðhalda hreifanleika, styrk, jafnvægi, liðleika og hugarró. Við tökum vel á móti ykkur og Kristjana útskýrir tímana mjög vel. Iðkendur lýsa ánægju og trausti og mæta því aftur og aftur, sem er svo dýrmætt.
Velkomin í YogaVitund

Við hjá Yogavitund erum 

  • Fólk eins og þú
  • Meðvituð um að grunnurinn er mismunandi, við byrjum öll einhversstaðar.
  • Staðráðin í að fylgja þér hvert skref í þinni jóga vegferð.

Ekki missa af því sem er á döfinni hjá okkur.

Við sendum reglulega út tilkynningar og tilboð til viðskiptavina okkar og annars áhugafólks um jóga. Skráðu þig á póstlistann hjá okkur.
Leit